3.12.08

Tækniframfarir og álög

Í dag var farið í leiðangur til að kaupa sjónvarpsborð undir nýja plasmatækið á heimilinu. Við fundum ágætis borð í Hirzlunni í Garðabæ. Við skelltum okkur á gripinn og heim var haldið og Bjarna Grétari fengið það verkefni í hendur að setja undrið saman. Það gekk nú ágætlega en tók sinn tíma eins og gjarnan er um svona siningadót. Það var ekki fyrr en Birna kom heim heim og sá gripinn að hún hvað upp úr með þau gleðitíðindi að þetta væri alls ekki rétti skápurinn #%&$/#%$. Það á ekki af þessu sjónvarpsævintýri að ganga, fyrst fengum við afhent vitlaust sjónvarpstæki og síðan vitlaust borð undir tækið. Hvað verður það næst. Og við sem afþökkuðum tryggingu á skjáinn........!! Carl tendasonur er viss um að það séu álög á tækinu og það eigi eftir að detta í gólfið og brotna. Auðvitað erum við síðan búnir að standa í hefðbundnum erfiðleikum með að tengja saman sjónvarp, DVD spilara, videótæki o.s.frv. Eins gott að við erum ekki með heimabíó að auki eins og mér skilst að "allir" séu með. Á morgun verður farið í Hirzluna, borðinu skipt (það er eins gott sð það rétta verði til í búðinni) svo hægt verði að ljúka þessum kafla í tæknivæðingu fjölskyldunnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli