5.12.08

Vondur matur og annar

Svaf bara þokkalega í nótt enda þreyttur eftir myndatökubröltið í gærkvöldi. Hádegismaturinn var skelfilegur, dularfullir fiskbitar faldir í torkennilegu ostagumsi. Birna kom með mjólkurhrist-ing, flatkökur og hangikjöt seinni partinn svo ég fengi eitthvað að borða. Tengdó kom í heimsókn og skildi eftir lesefni handa mér sem ekki er af verri endanum, eða Myrká eftir Arnald Indriðason. Ég hlakka til að byrja á henni enda mikill aðdáandi Arnaldar. Í kvöldmatinn var boðið upp á ágætis kjötbollur, með kartöflumús, rauðkáli, sósu og sultu. Svona ekta mömmumatur sem mætti alveg vera oftar á boðstólum. Siggi og Guffa komu í heimsókn og sátu góða stund og spjölluðu. Þau voru síðan að fara í heimsókn til Ómars og Elfu. Dormaði yfir sjónvarpinu talsvert fram eftir kvöldinu. Fór að finna fyrir vanlíðan um miðnættið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli