11.10.03

AEHT framundan

11.10.03
Aldeilis angt síðan ég hef bloggað. Datt allt í einu í hug að fríska upp á bloggið. Dagurinn í dag fór í æfingar fyrir AEHT keppnina í bakstri sem haldin verður í Kaupmannahöfn í næstu viku. Þangað er ég að fara með nemanda úr bakaradeild. Hann er að gera fína hluti og verður skólanum áreiðanlega til sóma. Hann á að gera eftirrétt fyrir 10 manns úr óþekktri hráefniskörfu (mistery basket) en þemað er hnetur og súkkulaði. Reyni að smella myndum af desertinum á morgun (síðasta æfing fyrir keppni) og setja á síðuna. Námið í KHÍ gengur ...... svona og svona.... mikið að gera og miklar pælingar í gangi um verkefni.
Bloggari: Ingólfur

25.6.03

UT2003 á Akureyri

Jæja, þá er UT-ráðstefnan búin, takk fyrir síðast, þið sem ég hitti á Akureyri. Mér fannst ráðstefnan í heild sinni góð, fjalla nánar um það í samræmi við fyrirmæli sem eiga eftir að berast. Mig vantar smá ráðleggingar frá tæknifróðum aðilum varðandi val á sítengingu um breiðband, ISDN eða ADSL. Það er breiðbandstenging til staðar inn í húsið hjá mér þannig að mér finnst dálítið spennandi að nýta mér hana. Mér skilst að mjög séu skiptar skoðanir um hver þessara tenginga sé best. Getur einhver frætt mig dálítið um það? Ef svo er vinsamlegast sendið mér póst á netfangið mitt is@mk.is Kveðja Ingólfur
Bloggari: Ingólfur

23.6.03

Paella og vino Blanco

jaeja. Tveir dagar eftir af thessu dasamlega frii. Frabaert a strondinni i gaer. Passleg hafgola sem tempradi hitann. Vid brunnum samt adeins tvi golan blekti dalitid. Forum thess vegna rolega i solinni i dag. Bordudum a fabaerum stad i hadeginu (Reaturante del casa de Fanco), fengum okkur Paellu og 2 hvitvinsfloskur (thurftum ad bida svo lengi eftir matnum:-) unglingarnir longu buin ad borda thega Paellan kom. Var tho vel bidarinnar virdi. Aetlum nu (kl. 15) inn i Malaga til ad versla :-( bara fyrir ungmeyjuna. Aftr a strondina a morgun (sidasta daginn). IS
Bloggari: Ingólfur

21.6.03

38°C

Ufff.Hrikalega heitt her i dag og fint ad setjast i skuggann vid tolvuna og "vinna" adeins. 38 stig i dag og litid haegt ad afreka i slikum hita annad en ad busla i vatninu og drekka bjor:-) Aetlum a strondina a morgun tar er tho sma gola. Rosalega lida dagarnir hratt, verdur kominn midvikudagur adur en madur veit af. IS
Bloggari: Ingólfur

20.6.03

Costan er ljúf .. ...

Hae allir. Sit her a NetCafé a Costa del Sol og tek mer sma break ur solinni. Buinn ad vera ad skila inn verkefnum a namskeidinu hja Laru Stefans. Her er dasamlegt ad vera, 30 stiga hiti og fint ad hlada adeins batteriin. Ekki langur timi (1 vika) en samt mjog fint. Skrifa meira seinna. Kvedja Is
Bloggari: Ingólfur @ 6/20/2003 03:55:00 PM

17.6.03

Spánn í augsýn :-)

Úff, búinn að skila samskiptaverkefninu á ensku. Skil nr 4 komin, 1 eftir auk viðbragða við öðrum greinum. Ætti að geta afgreitt það á einhverju góðu netkaffi á Costunni:-) Pökkun stendur nú yfir á fullu. Tekur því ekki að fara að sofa því við þurfum að leggja af stað út á Keflavík kl. 02:20 (skelfilegur tími). Verður bara hrotið í vélinni. Blogga örugglega eitthvað í vikunni. Is
Bloggari: Ingólfur

Verkefnapuð

Ár og öld síðan ég bloggaði síðast. Er nú að rembast við að klára sem mest af verkefnunum hjá henni Láru Stefánsd. Verð að koma sem mestu í verk í dag því í nótt fljúgum við fjölskyldan til Spánar þar sem við ætlum að eiga stutt frí (1 viku) á Costa del Sol. Reyni að vera í sambandi þaðan eins og aðstæður leyfa. Sett hérna inn hlekk á myndir af nýjasta "barninu" okkar, honum Vaski. Kveðja IS
Bloggari: Ingólfur

30.4.03

Lokaverkefnisáhyggjupælingar .........

Rosalega er langt síðan ég hef bloggað. Er að reyna að komast áfram í verkefnavinnunni, aðal áhyggjurnar tengjast lokaverkefninu. Sé ekki annað en það hafi verið tóm della hjá mér að taka ekki eitthvað afmarkaðra fyrir. Þessi kennsluvefur og verklýsingabanki verður aldrei tilbúinn fyrr en undir haust og erfitt að ákveða hvaða hluta á að telja til verkefnisins sérstaklega. Þarf að ráðfæra mig við kennarann. Ég sé að Lovísa hefur verið duglegri en ég og bloggaði frá Barcelona. Ég og mín spúsa vorum svo upptekin við að taka út veitingastaðina og söfnin að ekkert annað komst að:) Illa gengur að auka tæknivæðingu heimilisins. Búinn að bíða eftir internetstengingu Breiðbandsins í mánuð. Gerðist áskrifandi og pantaði mann í verkið og svo bíð ég og bíð og bíð. Ég vona bara að sérfræðingurinn panti einhvern tíman hjá mér tertu í brúðkaup dóttur sinnar............. Myndi líklega eitthvað heyrast ef hann þyrfti að bíða svona lengi eftir tertunni :-/
Bloggari: Ingólfur @ 4/30/2003 11:41:00 AM

31.3.03

Uppskriftir

Búinn að sitja yfir Dremweaver og umskrifa uppskriftir fyrir bakaravefinn Dálítið hallærislegt að vera með uppskriftasíðu en uppskriftirnar vantar. Búinn að bæta aðeins úr því en þetta er seinlegt svo það á eftir að taka tíma að setja í alla flokka. Búinn að setja nokkrar í flokkinn kökur
Bloggari: Ingólfur

Bráðum kemur Páskafrí ;-)

Jæja, mættur á bloggið eftir mikið annríki undanfarið. Eru fleiri en ég sem sjá páskafríið í hillingum. Lúinn eftir helgina, tveggja daga námskeið þar sem 11 konur voru mættar til að læra brauðbakstur. Matráðskonur á leikskólum, grunnskólum og hjúkrunarheimilum, hörkulið. Mjög gaman, a.m.k. hjá mér, ég vona að þær hafi haft eitthvað gagn og gaman af líka. Ég er alltaf að kljást við þessa hrúgu af táknum sem birtist einn daginn hér í bloggglugganum. Kemur þó alveg rétt út á vefnum. Ég sé að fleiri hafa verið að tala um þetta en ég hef ekki séð neinn koma með skýringu eða lausn á þessu máli. Þetta er svo sem ekki vandamál fyrst birtingin er í lagi, en heldur hvimleitt. Ég lét verða af því að kaupa mér firewirekort í heimilistölvuna um daginn svo nú er ég farinn að geta unnið með videobúta úr stafrænu videokamerunni (hvenær sem tími verður nú til þess). Enn fremur er ég búinn að kaupa áskrift að breiðbandinu internet, stóð reyndar í þeirri trú að lagnirnar væru til staðar í nýja húsinu en auðvitað reyndist það ekki vera. Fæ mann í vikunni til að kippa því í liðinn $$$$$. Þá kemst á langþráð sítenging og símreikningurinn lækkar vonandi umtalsvert.
Bloggari: Ingólfur

17.3.03

Skilaverkefni í KHÍ

Veit ekki hvort ég er alveg að skilja rétt þessa síðu sem Lára vill fá á tveim tungumálum, skildi ekki fullkomlega fyrirmælin. En hér kemur allavega síðan UST í kennslu og hér kemur síðan IT in teaching. Vona að enskan sé í lagi ......hm.
Bloggari: Ingólfur

14.3.03

Hæfileikar!!

Ég sé það nú þegar ég er að skoða bloggsíðurnar hjá samnemendum mínum að ég þarf að fara að poppa þetta eitthvað upp hjá mér. Rosalega er fólk orðið flinkt í þessu. Spjallgluggar, fullt af linkum o.s.frv. Ég er búinn að vera í mesta basli með að setja inn linka. Var dálítið að prófa þetta fyrst en hef ekki þorað að eiga mikið við þetta því ég var alltaf að rústa bloggsíðunni. Skipti oft um template og er bara nokkuð sæll með mig í hvert sinn sem ég blogga án þess að brengla síðuna :)
Bloggari: Ingólfur

Samantekt frá UT

Loksins kem ég í verk að blogga eftir UT. Búið að vera brjálað að gera í vinnunni í MK og verður fram að páskafríi (farinn að telja niður). Mér fannst virkilega gaman á Akureyri en hefði viljað fá tækifæri til að sjá miklu fleiri fyrirlestra. Skil ekki af hverju þeir eru ekki afmarkaðir við styttri tíma og endurteknir a.m.k. einu sinni. Ég er búinn að gera samantekt (samkvæmt fyrirmælum Láru Stefánsdóttur) um tvo af þeim fyrirlestrum sem ég sá. Ég set linka í samantektirnar (vona að þetta virki nú hjá mér). Báðir voru þessir fyrirlestrar á Laugardeginum. Sá fyrri var kl 13 í stofu B05. Fyrirlesari var Tryggvi Gíslason og viðfangsefnið var „Framtíðin í ljósi fortíðar“. Seinni fyrirlesturinn var kl. 14 í stofu C03 og þar fjallaði Ásrún Matthíasdóttir um „Úttekt á íslenskum vefsíðum“. Bloggari: Ingólfur

Vefir eða rusl??

Ég hef verið að burðast við að líma saman vefina mína. Bakaravefurinn er að fá á sig nokkra mynd en mikið af efni á þó eftir að fara á vefinn. Ég hef verið að glíma við að setja upp myndasíður og tók það ótrúlegan tíma. Ég veit ekki hvað ég setti oft upp myndaalbúm sem jafnharðan fengu að fara í ruslafötuna. Nokkrar syrpur eru þó komnar inn en ég á greinilega eftir að ná betra valdi á því að laga myndirnar til og koma þeim í staðlað form áður en ég set þær í albúm. Fyrst notaði ég Fireworks en gekk ekkert, myndasöfnin urðu alltof stór og svæðið á ismennt fylltist áður en helmingurinn var kominn inn. Eftir að ég prófaði að láta Photoshop búa til myndasyrpurnar fór þetta að ganga betur. Ég ætla að hvíla mig aðeins á þessu í bili og einbeita mér að ýmsum syndum sem ég á eftir að bæta úr í tengslum við námið hmm.
Bloggari: Ingólfur

17.2.03

Flutningar

Lítið búið að gerast hjá mér varðandi námið undanfarna daga en reynt verður að taka skurk í þessari viku. Einhver villa á bloggsíðunni sem ég hef ekki fundið út úr. Get ekki sett inn linka o.þ.h. Ekki laust við að maður sé lúinn eftir átök liðinnar viku, ég stóð í flutningum með tilheyrandi sparsl- og málningarvinnu og var lokaspretturinn um helgina. Fluttum ekki langt, ca 150 metra, úr Berjarima 16 í Berjarima 47. Það var farið að vera þröngt um okkur á gamla staðnum en vildum ekki fara út úr skólahverfinu vegna barnanna. Í kjölfarið á flutningunum er verið að velta fyrir sér tækniatriðum eins og ADSL o.fl. Heljarinnar frumskógur að reyna að átta sig á tilboðum símafyrirtækjanna. Búinn að skrá mig á UT en er ekki búinn að ákveða hvernig ég kem mér á staðinn. Hugsanlega eru fleiri sem fara frá MK og gæti verið möguleiki að sameinast í bíl.
Bloggari: Ingólfur

3.2.03

Ég og tæknin árið 2013

Nú sit ég við kristalskúluna og reyni að sjá fyrir mér tæknilegar aðstæður mínar 10 ár fram tímann. Ég vænti þess að talsverðar breytingar verði á þessum tíma. Fjölmiðlun verður að öllum líkindum með talsvert öðru sniði en er í dag. Stafrænt sjónvarp mun bjóða upp á mun meira val á efni en nú er og ég á alveg eins von á að dagblöðin renni að miklu leyti saman við þá tækni. Hvað starfið varðar þá verður mikil þróun á sviði fjarkennslu auk þess sem námsleiðir verða miklu fleiri þar sem auðveldara verður að skraddarasauma nám að þörfum hvers og eins. Ég er ekki viss um að heimilishald fari í gegnum neina byltingartíma á næstu tíu árum en klárlega mun tæknin þróast áfram. Ég held þó að fólk staldri eitthvað við á næstu árum hvað varðar matargerð og mataræði og verði e.t.v. ekki endalaust ginkeyptara fyrir tæknilausnum til skyndimatseldar. Ég tel víst að mynd- og hljóðtengd samskipti munu verða allsráðandi eftir 10 ár og bréfaskriftir með tölvupósti verði þá bara til í gamansögum.
Bloggari: Ingólfur

Unnið að vefsíðunni

Ég er kominn með vonda samvisku gagnvart dagbókinni enda langt síðan ég skrifaði síðast. Hef verið að brasa við að koma upp VEFSÍÐUNNI minni, ótrúlegt hvað það er mikið stúss. Ég taldi mig vera sæmilega kunnugur Dreamweaver, búinn að fara á tvö námskeið í DW en samt vefst þetta ótrúlega fyrir manni. Myndvinnslan í Fireworks er það sem gengur verst og hefði ég gjarnan viljað fá miklu meiri tíma með Birni í staðbundnu lotunni. Á vefsíðunni er að koma mynd á formið en mikið verk óklárað í tengisíðum o.fl. Ég hef lagt áherslu á BAKARAVEFINN sem er reynar tengisíða af vefsíðunni en er hugsaður sem sjálfstæður vefur og upplýsingaveita fyrir nemendur mína í bakaradeild. Á næstu dögum mun ég reyna að tengja meira við síðuna þannig að blindgötum fækki.
Bloggari: Ingólfur

Ég og tæknin árið 2003

Í tengslum við námskeiðið erum við beðin um að setja hér inn á bloggsíðun lýsingu á þeim aðstæðum varðandi tækni sem við búum við núna. Hvað mig varðar þá hef ég alltaf haft áhuga á tækninýjungum en get ekki sagt að færnin hafi verið á samsvarandi stigi og áhuginn. T.d er ég einn af þeim sem þarf að fá aðstoð reglulega við að tengja videótækið eða afruglarann o.s.frv. Ég hef afar litla þolinmæði í að brjóta heilann um scarttengi og rásarstillingar og slíkt. Á mínu heimili hefur smátt og smátt bæst í tæknitólin. Fyrstu tölvuna keypti ég 1986 í tengslum við fyrirtækjarekstur en á heimilið kom ekki tölva fyrr en 10 árum síðar. Sú vél er nú einhvers staðar í myrkviðum geymslunnar og komin ný (leikjavænni) vél á heimilið eftir að börnin voru farin að hvarta hástöfum yfir hægaganginum í þeirri gömlu. Internettenging kom um svipað leiti og gamla tölvan ´96 og er netið mikið notað á heimilinu. Ég nota netið við upplýsingaleit og samskipti í tengslum við nám og starf og börnin sem samskiptatæki, lengi vel á irki en nú mest í MSN. Fartölvu keypti ég fyrir 3 árum og notaði mikið heima og í starfinu í MK. Síðastliðið ár hef ég haft fartölvu frá skólanum til umráða. Það fór að vísu ekki vel af stað þar sem ég lenti í þeim óskunda að fartölvunni var stolið, í MK, með tösku og tilheyrandi eftir einungis tveggja mánaða samveru við undirritaðan. Hrikalega svekkjandi en fartölvur ku víst vera einhver vinsælasta verslunarvaran í undirheimunum þessa dagana. Internettengingin er þessi gamla góða 56 k en stendur til bóta þar sem til stendur að kaupa sítengingu fljótlega. Tengingin er í gegnum Ísmennt. Ég hef gert dálítið af því að versla gegnum netið, forrit og bækur og aldrei lent í neinum vandræðum með það. Við hjónin erum með gsm síma og dóttir okkar fékk að kaupa sér síma þegar hún varð 13 ára. Nú er sonurinn að verða 13 ára eftir nokkra daga og það liggur víst ljóst fyrir í hvað afmælispeningarnir hans munu fara! Tölvuleikir eru vinsælir á heimilinu, sérstaklega hjá drengnum og hefur hann átt gameboy og playstation og hvað þetta nú allt heitir en nú eru pc leikir vinsælastir. Stelpan er mikið meira á samskiptaplaninu (msn) en hvað leiki varðar var hún talsvert í Sims leiknum en virðist ekki hafa áhuga á því lengur. Hún átti kost á valgreinum í skólanum í vetur og valdi tvo áfanga sem kenndir eru gegnum WebCt; Skapandi skrif og hagnýta stærðfræði, hvorutveggja áhugaverðir kúrsar og sýnist mér þetta námsform verka hvetjandi á hana. Hvað vef varðar þá er þetta í fyrsta sinn sem ég set upp vef (undanskil ýmsar fyrri tilraunir). Við hjónin notum bæði tölvur mikið í okkar starfi og teljum bæði að erfitt væri að komast af án tölvunnar. Hvað mig varðar þá hefur skipulag kennslunnar gjörbreyst með tilkomu aukinnar tækni, öll gögn eru aðgengilegri auk þess sem endurbætur ítarefnis eru mjög auðveldar og fljótvirkar. Framsetning kennslugagna hefur orðið fjölbreyttari og svo mætti lengi telja. Hvað samskipti varðar þá eru allir fjölskyldumeðlimir í samskiptum við fjölda fólks bæði innan lands sem utan gegnum netið. Þar er um að ræða vini og kunningja, ættingja og aðila í tengslum við störf okkar. Hvort samskipti gegnum tölvupóst hafi styrkt tengsl treysti ég mér ekki til að fullyrða þó er það hugsanlega tilfellið hvað mig varðar. Í fyrra keypti ég stafræna upptökuvél en er ekki kominn með firewire tengi ennþá (fer vonandi á fjárlög þessa árs :-)
Bloggari: Ingólfur

23.1.03

Kynning


Komið þið sæl. Ég heiti Ingólfur Sigurðsson og starfa sem fagstjóri og kennari við bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í MK. Ég er fæddur 8. desember 1960, er giftur Birnu Bjarnadóttur viðskfr. og eigum við tvö börn, stúlku (f. ´88) og dreng (f. ´90). Ég lærði bakaraiðn í Álfheimabakaríi og útskrifaðist frá IR 1983. Meistararéttindi í bakstri 1985. Starfaði í greininni til 1996, þar af við rekstur á eigin bakaríi í 8 ár. Á þessum tíma starfaði ég mikið að ýmsum félagsmálum bakara og geri raunar enn. Má þar nefna stjórnarsetu í Landssambandi bakarameistara, stofnfélagi Klúbbs bakarameistara, prófdómari í sveinsprófsnefnd, sit nú í nemaleyfisnefnd, fagnefnd og fræðslunefnd bakara. Vorið 1996 ákvað ég að söðla um og tók að mér að byggja upp bakaradeild í hinum nýja Hótel- og matvælaskóla sem þá var verið að byggja í Kópavogi. Hóf svo kennslu þar um haustið. Uppeldis- og kennslufræði lauk ég frá KHÍ vorið 2000. Ég hef orðið var við að sumum af kollegum mínum í verknáminu finnst langsótt að innleiða tölvunotkun í verknámskennslu. Ég er því ósammála og tel mikla möguleika ónýtta þar. Síðastliðinn vetur gerði ég tilraun með að kenna fagfræði bakara að hluta til í gegnum WebCt og var mjög ánægður með árangurinn. Þess utan er ég spenntur fyrir námsefnisgerð á margmiðlunarformi auk þess sem ég hef áhuga á að bjóða nemendum á landsbyggðinni að ljúka bóklegum hluta námsins í fjarkennslu. Ég hef lokið nokkrum námskeiðum tengdum tölvunotkun s.s.: Dreifmennt, tölvustudd kennsla, Dreamwiever 1, Dreamwiever 2, WebCt 1, Director o.fl. Bestu kveðjur Ingólfur Sigurðsson is@mk.is
Bloggari: Ingólfur

Kaka ársins - úrslit

Set hérna að gamni myndir af þrem efstu kökunum í keppninni um köku ársins. Veit ekki hvernig myndirnar koma út eftir að ég fiktaði í þeim. Kemur í ljós....


Vinnings kakan
2. sæti 3. sæti

19.1.03

Kaka Ársins!

Lítið orðið ágengt í vinnu minni varðandi námið í dag. Dagurinn fór í dómarastörf í vali á "köku ársins" fyrir Landssamband bakarameistara. Kakan verður í boði í öllum helstu bakaríum landsins á konudaginn. Eitt af þessum sjálfboðaliðaverkefnum sem maður tekur að sér eingöngu ánægjunnar vegna. Ég tek mér það bessaleyfi að upplýsa lykilorð vinningskökunnar þetta árið þar sem það hljómar svo fjarstæðukennt. Kakan er kennd við "Fisherman´s friend"!!! Já, ég veit að þetta hljómar skingilega en ég get lofað ykkur að kakan er guðdómlega góð. Höfundur hennar er Ásgeir Sandholt og er þetta annað árið í röð sem hann skapar köku ársins. Ég hef átt í erfiðleikum með þessa bloggsíðu eftir að ég reyndi að breyta útliti síðunnar með því að setja inn myndir o.fl. Ég hef greinilega eitthvað ruglað uppsetningunni eins og mér einum er lagið :-( vona að þið eigið góða helgi. Kveðja Ingólfur
Bloggari: Ingólfur

17.1.03

Að ná tökum á tækninni

Meira hvað það getur vafist fyrir manni að setja upp og lagfæra svona fyrirbæri eins og bloggsíðuna. Búinn að margreyna að skipta um template en gengið illa. Þrautalendingin var að reyna að fríska upp á það sem ég virðist vera “stuck” með. Dálítið maus, a.m.k. meðan maður kann ekki almennilega á þetta. Þetta hlýtur að koma með æfingunni. Búinn að vera erfiður dagur enda búin að hlaðast upp verkefnin meðan ég var “að leika mér í skólanum” eins og samkennarar mínir orða það :-) Góða helgi!

Bloggari: Ingólfur @ 1/17/2003 05:07:00 PM

16.1.03

Erum við, sem aðhyllumst upplýsingatækni í kennslu, sértrúarsöfnuður.

Í dag var síðasti dagur staðbundinnar lotu í KHÍ. Þar messaði yfir okkur dugmikið hugsjónafólk um UST eins og “tjona”, “sibba”, Salvör og fleiri. Áhugavert og vel fram sett efni um kennslufræði, hugbúnað og vélbúnað en meðan ég hlustaði velti ég fyrir mér þeim veruleika sem flest okkar búum við í vinnu okkar sem kennarar. Hversu hyldjúp gjá sem mér virðist vera á milli þeirrar framtíðarsýnar sem þetta fólk og sjálfsagt flest okkar viljum sjá og þess miðstýrða menntakerfis sem við búum við. Samræmd próf í grunnskólum og áform um samræmd próf í framhaldsskólum. Innra (og ytra) mat í skólum sem byggist eingöngu á megindlegum niðurstöðum. Hvernig er hægt að sætta þessi sjónarmið við hugtök eins og virkt, nemendamiðað samvinnunám meðan stjórnkerfi menntakerfisins virðist vera ofurselt prófafíkn. Svartsýnn maður hlýtur að búast við hörðum árekstri milli þessara tveggja ólíku póla í náinni framtíð. Ég ætla þó að vera bjartsýnn og vona að hægt og sígandi mýkist áherslur í ráðuneyti voru. Aldrei að vita nema einhver úr “söfnuðinum” verði einhvern tíma menntamálaráðherra og þá...............:-)
Bloggari: Ingólfur @ 1/16/2003 11:03:00 PM

15.1.03

Blogga, blogga, blogga .....

Nú er runninn upp sá dagur að maður slæst hóp hinna fjölmörgu sem "blogga" á netinu. Þessi bloggsíða mín er partur af framhaldsnámi mínu við KHÍ og áfanginn heitir Nám og kennsla á netinu. Fjörlegar umræður hafa verið í tímanum um "tilgang" bloggs yfir höfuð.