11.12.08

Björgvin Páll og "Stóra HK málið!!!"

Var að lesa fróðlega greina eftir Bjögga silfurdreng úr handboltalandsliðinu (nemanda minn úr bakaradeildinni) http://karenogbjoggi.bloggar.is/ Mér finnst þetta vel skrifað hjá Bjögga og sína vel að því fylgir talsverð ábyrgð þegar menn taka að sér að starfa við íþróttaþjálfun. Menn eru að fást við fólk (krakka) á viðkvæmum aldri og fáránlegt að nálgast 16 - 20 ára unglinga þannig að þeir séu bara viðskiptavara og hægt að gera við þá hvað sem er. Hér kemur sem sagt mitt svar til Bjögga (sem, mér til mikillar gleði, er nú orðinn Frammari;)
Þetta er dálítið fróðleg lesning Bjöggi minn sérstaklega fyrir mig sem stend svolítið á kantinum í þessu þ.e.a.s. þetta er ekki mál sem ég fylgdist mikið með. Mér finnst það bara áhugavert út frá þér sem fyrrverandi nemanda mínum í MK. Mér kemur það ansi dæmigert fyrir sjónir. þarna er metnaðarfullur strákur (jú, ég vissi alltaf að þú værir með skap;) að fást við hákarla sem vinna við svona mál alla daga. Þú ert svona heill og heiðarlegur drengur sem þolir ekki að hafa svona lausa móralska enda á eftir þér. Málið er því miður það að, hvernig sem maður reynir, þá verða alltaf svona „geðgóðar“ Migliusartýpur á veginum sem maður velur sér. Það verður bara að leiða þá hjá sér eins og hægt er, takast á við málin eins og þú hefur gert en samt án þess að taka þetta of mikið inn á þig, þarna voru aðrir gerendur, og þó klárlega þolandinn.
Ég finn að þetta hefur eðlilega haft talsverð áhrif á þig en þau hafa bara styrkt þig og opinberað litlu kallana í málinu. Ég er og verð alltaf Frammari og er að því leitinu ánægður með niðurstöðu málsins. Þannig er nú það . . . . . . .
Bestu kveðjur frá Ingólfi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli