31.3.03

Uppskriftir

Búinn að sitja yfir Dremweaver og umskrifa uppskriftir fyrir bakaravefinn Dálítið hallærislegt að vera með uppskriftasíðu en uppskriftirnar vantar. Búinn að bæta aðeins úr því en þetta er seinlegt svo það á eftir að taka tíma að setja í alla flokka. Búinn að setja nokkrar í flokkinn kökur
Bloggari: Ingólfur

Bráðum kemur Páskafrí ;-)

Jæja, mættur á bloggið eftir mikið annríki undanfarið. Eru fleiri en ég sem sjá páskafríið í hillingum. Lúinn eftir helgina, tveggja daga námskeið þar sem 11 konur voru mættar til að læra brauðbakstur. Matráðskonur á leikskólum, grunnskólum og hjúkrunarheimilum, hörkulið. Mjög gaman, a.m.k. hjá mér, ég vona að þær hafi haft eitthvað gagn og gaman af líka. Ég er alltaf að kljást við þessa hrúgu af táknum sem birtist einn daginn hér í bloggglugganum. Kemur þó alveg rétt út á vefnum. Ég sé að fleiri hafa verið að tala um þetta en ég hef ekki séð neinn koma með skýringu eða lausn á þessu máli. Þetta er svo sem ekki vandamál fyrst birtingin er í lagi, en heldur hvimleitt. Ég lét verða af því að kaupa mér firewirekort í heimilistölvuna um daginn svo nú er ég farinn að geta unnið með videobúta úr stafrænu videokamerunni (hvenær sem tími verður nú til þess). Enn fremur er ég búinn að kaupa áskrift að breiðbandinu internet, stóð reyndar í þeirri trú að lagnirnar væru til staðar í nýja húsinu en auðvitað reyndist það ekki vera. Fæ mann í vikunni til að kippa því í liðinn $$$$$. Þá kemst á langþráð sítenging og símreikningurinn lækkar vonandi umtalsvert.
Bloggari: Ingólfur

17.3.03

Skilaverkefni í KHÍ

Veit ekki hvort ég er alveg að skilja rétt þessa síðu sem Lára vill fá á tveim tungumálum, skildi ekki fullkomlega fyrirmælin. En hér kemur allavega síðan UST í kennslu og hér kemur síðan IT in teaching. Vona að enskan sé í lagi ......hm.
Bloggari: Ingólfur

14.3.03

Hæfileikar!!

Ég sé það nú þegar ég er að skoða bloggsíðurnar hjá samnemendum mínum að ég þarf að fara að poppa þetta eitthvað upp hjá mér. Rosalega er fólk orðið flinkt í þessu. Spjallgluggar, fullt af linkum o.s.frv. Ég er búinn að vera í mesta basli með að setja inn linka. Var dálítið að prófa þetta fyrst en hef ekki þorað að eiga mikið við þetta því ég var alltaf að rústa bloggsíðunni. Skipti oft um template og er bara nokkuð sæll með mig í hvert sinn sem ég blogga án þess að brengla síðuna :)
Bloggari: Ingólfur

Samantekt frá UT

Loksins kem ég í verk að blogga eftir UT. Búið að vera brjálað að gera í vinnunni í MK og verður fram að páskafríi (farinn að telja niður). Mér fannst virkilega gaman á Akureyri en hefði viljað fá tækifæri til að sjá miklu fleiri fyrirlestra. Skil ekki af hverju þeir eru ekki afmarkaðir við styttri tíma og endurteknir a.m.k. einu sinni. Ég er búinn að gera samantekt (samkvæmt fyrirmælum Láru Stefánsdóttur) um tvo af þeim fyrirlestrum sem ég sá. Ég set linka í samantektirnar (vona að þetta virki nú hjá mér). Báðir voru þessir fyrirlestrar á Laugardeginum. Sá fyrri var kl 13 í stofu B05. Fyrirlesari var Tryggvi Gíslason og viðfangsefnið var „Framtíðin í ljósi fortíðar“. Seinni fyrirlesturinn var kl. 14 í stofu C03 og þar fjallaði Ásrún Matthíasdóttir um „Úttekt á íslenskum vefsíðum“. Bloggari: Ingólfur

Vefir eða rusl??

Ég hef verið að burðast við að líma saman vefina mína. Bakaravefurinn er að fá á sig nokkra mynd en mikið af efni á þó eftir að fara á vefinn. Ég hef verið að glíma við að setja upp myndasíður og tók það ótrúlegan tíma. Ég veit ekki hvað ég setti oft upp myndaalbúm sem jafnharðan fengu að fara í ruslafötuna. Nokkrar syrpur eru þó komnar inn en ég á greinilega eftir að ná betra valdi á því að laga myndirnar til og koma þeim í staðlað form áður en ég set þær í albúm. Fyrst notaði ég Fireworks en gekk ekkert, myndasöfnin urðu alltof stór og svæðið á ismennt fylltist áður en helmingurinn var kominn inn. Eftir að ég prófaði að láta Photoshop búa til myndasyrpurnar fór þetta að ganga betur. Ég ætla að hvíla mig aðeins á þessu í bili og einbeita mér að ýmsum syndum sem ég á eftir að bæta úr í tengslum við námið hmm.
Bloggari: Ingólfur