17.12.08

Frúin hlær í betri bíl - frá bílasölu .......;-)

Verð að passa mig á að vera ekki svona lengi fram eftir á nóttunni að vesenast, blogga, lesa o.þ.h.
Vaknaði kl. tæplega 7 í morgun eftir alltof lítinn svefn. Fór niður í morgun þar sem ég gat ekki sofið, dreif mig í föt og út með Vask. Veðrið var eins og í ævintýri. Púðursnjór á jörðu, fastastilla og svo jólalegt að það vantaði bara Betlehemstjörnu á skallann á mér og allt hefði verið fullkomnað. Labbaði með Vask út í holtið og honum leiddist ekki. Svo sópaði ég snjóinn af öllum bílunum (þessi bílafloti fjölskyldunnar er nú að verða klikkun). Bens, Volvo, Reunault, Golf, Yaris og Subaru, af hverju á Kamilla Sif engan bíl.....??
Reyndi að vinna skipulega niður listann minn, byrjaði á að fara niður á Landsspítala og keypti stóra lyfjaboxið sem Laufey hjálpaði mér svo seinna um daginn við að raða lyfjunum mínum upp á nýtt í. Næst var peysan frá mömmu á dagskrá, fór niður á Skólavörðustíg, fann handprjónamarkaðinn eftir leiðbeiningar frá múttu. Ég lagði hvítu peysuna inn hjá þeim og mátaði fyrst 2 grænleitar peysur en það var síðan blá + fleiri lita hneppt peysa sem valdi mig og málið var dautt. Ég er ótrúlega ánægður með valið, hef ekki átt svona fallega lopapeysu fyrri, allavega ekki síðan tengdamamma prjónaði á mig peysur í gamla daga, hún var og er mjög flink við þetta.
Náði loksins að muna eftir að fara í Tímadjásn í Grímsbæ og kaupa keðju á krossinn minn frá mömmu. Veit ekki hvað er langt síðan keðjan slitnaði. Fór svo í MK eftir hádegið, langt síðan ég hef farið og var búinn að tala um það við ÁEG að ég kæmi kannski í dag (það var einkunnaafhending, prófsýning, val o.þ.h.) við þurftum náttúrlega hvorugt að vera þannig lagað séð (hvorugt okkar með umsjónarnema núna) en gott fyrir hana að sjá hvernig þetta virkar. Hitti líka fullt af fólki sem var mjög gaman. Held ég sé að renna á rassinn með að fara að standa í bakstri á stollen, lagtertum o.þ.h. held ég meiki það bara ekki. Það er morgundagurinn, ef ég verð hyberhress þá kannski gerist eitthvað við sjáum til. Ég á reyndar mjög erfitt með að sjá fyrir mér jólin án míns eigins Stollen með góði hangikjöti (er maður klikkaður eða stórklikkaður). Tveir góðir áfangar náðust þó í dag. Elli bróðir hringdi í mig með þeim afleiðingum að ég keyrði til hans í vinnuna og sótti ......... jíbbijei snjóhvítu rjúpurnar 10 sem hann er búinn að redda fyrir aðfangadagskvöld. Borgum 1500 kall fyrir stykkið en gerum það með bros á vör alíslenskar berjalyngsrjúpur (slurp og slef). Á eftir að fá 3 stk til viðbótar sem við vorum búin að fá gefins þannig að það er jafnvel búið að redda restmáltíð í tartalettum líka;-) Hinn áfanginn er sá að Bjarni Grétar tók að sér að mála gestasalernið í hólf og gólf og honum sækist það mjög vel. Búinn að fara tvær umferðir yfir veggi og loft og eina yfir gólfið, ætlaði að geyma seinni umferðina til morguns en er nú búinn að taka þá bráðskynsamlegu ákvörðun að mála hana núna áður en hann fer að sofa. Þá þornar þetta í rólegheitum í nótt og hann á þá bara eftir að skrúfa herbergið saman aftur á morgun;-) Ég mundi líka eftir að fara í Apótekið á landsspítalanum til að kaupa stærra lyfjabox fyrir lyfin mín. Laufey Sif hjálpaði mér svo að raða lyfjunum upp á nýtt miðað við að nú hef ég fleiri hólf (fleiri pilluátstíma) upp á að hlaupa.

3 ummæli:

  1. Nú það verður bara jólagjöfin í ár ;0)
    Ég vildi nú líka hafa smá snjó og jóla jóla,
    hér er bara rigning og grátt, ekki jóla jóla.
    Knús, HF

    SvaraEyða
  2. Bíddu stúlkan á jú afmæli á föstudaginn...!! Bara drífa sig niður í umboð og panta einn úr kassanum!:) hehe.. knús Guffa

    SvaraEyða
  3. Já ekki spurning að gefa stúlkunni bíl Ingó, eða er það eitthvað svona 2007...?

    Kveðja Þyri

    SvaraEyða