4.12.08

Og þá var draumurinn búinn....!

Vaknaði með vanlíðan og hitavellu.
Hringdum í Heimahlynninguna og Guðbjörg kom um kl. 11. Okkur kom saman um að best væri að fara strax á bráðamóttökuna svo Birna afboðaði sig í vinnu og við hentum helstu nauðsynjum í poka og brunuðum niður eftir. Þar hófst hefðbundin innskráning og síðan var ég keyrður í röntgenmynd af lungum. Ég þurfti sem betur fer ekki að liggja lengi á bráðamóttökunni því ég var komst fljótt upp á 11-E. Teknar voru blóðprufur og ýmis viðtöl, s.s. lyfjaskráningar o.fl. Mamma kom með mjólkurhristing og súkkulaði sem rann ljúflega niður. Hún sat hjá okkur góða stund.
Um kvöldið kom allt í einu hjúkrunarkona með 1 líter af skuggaefni sem ég átti að drekka milli kl. 20 og 21:30 vegna þess að ég ætti að fara í sneiðmyndatöku kl 22:00. Það hafði komið beiðni frá Friðbirni því hann vildi vita hvort myndataka myndi sýna stíflu í rörinu góða. Það hljómaði ágætlega og ég var svo sem ánægður með að þeir væru ekkert að drolla með þetta. Var nú samt orðinn bísna þreyttur þegar þessu öllu var lokið. Fór að ekki að sofa fyrr en eftir miðnætti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli