8.12.08

Afmælisdagur

Byrjaði á að opna "fésbókina" mína og fékk áfall. Hugsaði bara: "hvað er ég búinn að koma mér í að byrja að setja efni inn á veraldarvefinn á þennan hátt". Stjórnendur síðunnar setja sjálfvirkt afmæliskveðju efst á síðuna þannig að kl. 9.30 var þegar komin löng runa af fólki búið að senda mér kveðjur á "Vegginn" sem ég þurfti að bregðast við (eða mér finnst það nú skemmtilegra).

Birna kom og sótti mig klukkan hálf tvö og það var gott að koma heim. Við komum að vísu við í Krónunni og versluðum svolítið fyrir afmæliskaffið. Þegar heim var komið var gaman að sjá hvað nýji flatskjárinn og mublurnar frá Hirzlunni fara vel uppi í sjónvarpsholinu. Smellpassar allt saman. Birna fór að stússast í kökufrágangi og ég fór að lesa helgarblöðin.
Birna var nú búin að gefa mér fyrirfram, frakkann góða, sem þegar hefur komið sér frábærlega vel. Bjarni Grétar og Beta gáfu mér Bókina Sólkross eftir Óttar M Norðfjörð. Það var vel valið því ég var mjög sáttur með bókina hans Óttars frá í fyrra "Hnífur Abrahams". Laufey Sif og Kalli gáfu mér nærbuxur og stuttermabol. Kamilla Sif Carlsdóttir gaf afa sínum nýja diskinn með KK sem er algjörlega frábær. Mamma og Binni gafu mér reglulega fallega hvíta ullarpeysu sem á eftir að koma sér vel í vetur. Peysunni fylgdi að sjálfsögðu fallegur englakertastjaki að hætti mömmu;) Elli bróðir gaf mér tvöfalda diskinn með Íslenska þursaflokknum og Cabút. Hlakka til að hlusta á þennan disk, veit að þetta var flott framtak sem fékk góða dóma. Siggi bró og Guffa mættu með Aldísi Öglu og Egil Orra. Þau færðu mér Grisham bók, man ekki alveg hvað hún heitir en hann er alltaf sígildur. Sigurjón bróðir færði mér bókina um Forseta Íslands. Ég er sem sagt orðinn ágætlega settur með lesefni enda fínt, aldrei of mikið af góðum bókum.
Þegar ég kom upp á spítala þá var búið að færa mig úr herbergi 10 yfir í einstaklingsherbergi nr 14. Það kom ekki til af góðu heldur vegna þess að það hafði fundist í mér Klostridium baktería sem þýðir að ég þarf að fara á enn eitt sýklalyfið og vera í sóttkví í nokkra daga.

2 ummæli:

  1. Bara að prófa hvort comments virki.
    Kveðja Ingólfur

    SvaraEyða
  2. hæ Ingólfur, var að kíkja á bloggið þitt eftir að ég frétti af því og sá að þú ert að lesa Sólkross, ekki segja mér hvernig hún endar en hvernig er hún, ég var mjög ánægður með fyrri bókina hans, svona Dan Brown fílíngur sem ég kann við. Gangi þér vel í baráttunni. Kv.

    Kalli (þessi sem er ný byrjaður aftur í kórnum)

    SvaraEyða