30.4.03

Lokaverkefnisáhyggjupælingar .........

Rosalega er langt síðan ég hef bloggað. Er að reyna að komast áfram í verkefnavinnunni, aðal áhyggjurnar tengjast lokaverkefninu. Sé ekki annað en það hafi verið tóm della hjá mér að taka ekki eitthvað afmarkaðra fyrir. Þessi kennsluvefur og verklýsingabanki verður aldrei tilbúinn fyrr en undir haust og erfitt að ákveða hvaða hluta á að telja til verkefnisins sérstaklega. Þarf að ráðfæra mig við kennarann. Ég sé að Lovísa hefur verið duglegri en ég og bloggaði frá Barcelona. Ég og mín spúsa vorum svo upptekin við að taka út veitingastaðina og söfnin að ekkert annað komst að:) Illa gengur að auka tæknivæðingu heimilisins. Búinn að bíða eftir internetstengingu Breiðbandsins í mánuð. Gerðist áskrifandi og pantaði mann í verkið og svo bíð ég og bíð og bíð. Ég vona bara að sérfræðingurinn panti einhvern tíman hjá mér tertu í brúðkaup dóttur sinnar............. Myndi líklega eitthvað heyrast ef hann þyrfti að bíða svona lengi eftir tertunni :-/
Bloggari: Ingólfur @ 4/30/2003 11:41:00 AM