26.11.08

Ljósið, baksturspróf o.fl.

Fór í langt og gott viðtal við Berglindi iðjuþjálfa í Ljósinu á Langholtsvegi. Ljósið er er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein / blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ég er nýbúinn að uppgötva það frábæra starf sem þarna er unnið.

Fór síðan upp í MK en nú eru lokapróf í 2. bekk bakaradeildar. 3 nemar af 6 voru í 6 klst. prófi í dag og var ég að aðstoða við að dæma prófið. Seinni 3 nemarnir verða síðan í prófi á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli