25.11.08

19. hæðin . . . . góður matur . . en dýr.

Við hjónakornin ásamt vinahjónum okkar (þeim Atla og Brynju) fórum út að borða í hádeginu í dag í Turninn umtalaða þar sem matreiðslumaðurinn Sigurður Gíslason ræður ríkjum í eldhúsinu. Hádegisverðarsalurinn er staðsettur á 19. hæð og útsýnið er þ.a.l. vel yfir meðallagi. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð og við vorum öll sammála um að maturinn var mjög góður í alla staði. Hins vegar fannst okkur verðið í hærra lagi (tæpar 3000 kr. fyrir manninn). Okkur finnst það of hátt verð fyrir hádegisverð þótt góður sé.

Heilsan fín í dag, stefni á að fara í MK á morgun og fimmmtudag til að dæma verkleg lokapróf í bakstri. Vona að það gangi allt upp.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli