29.1.04

Náttfatadagur

Nú er náttfatadagur í MK og fremur fjölskrúðugt á göngunum. Kennarar og nemendur mættu í skólann í morgun í hinum ýmsu gerðum náttfata. Sumar konur höfðu greinilega vaknað heldur seint því þær mættu með rúllurnar í hárinu :-) Þessi uppákoma er á vegum nemendafélagsins og gengur út á það að öllum sem mæta í náttfötum er boðið í morgunverðarhlaðborð í frímínútunum kl. 9:45. Stjórn nemendafélagsins fékk bakaradeildina til að leggja til bakkelsið og í þessum rituðu orðum eru bakaranemarnir að bera niður í matsal rjúkandi rúnnstykki og vínarbrauð. Skemmtileg tilbreyting í skólastarfið.
Bloggari: Ingólfur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli