27.1.04

Lotan búin.

Jæja, þá er lokið þessari staðbundu lotu í kennó. Margmiðlun í námi og starfi heitir áfanginn og kennarar eru lektorarnir Salvör Gissurardóttir og Stefán Jökulsson. Því miður missti ég af ansi stórum hluta gærdagsins þar sem ég var fastur í kennslu en þá var farið í notkun forritanna CoolEdit sem er hljóðvinnsluforrit og MovieMaker sem er videó klippiforrit. Í dag var farið í Flash sem er mikið notað við hreifimyndagerð og Mediator sem er að ýmsu leyti hliðstætt forrit en mun einfaldara og aðgengilegra en Flash sem er "professional" forrit úr Macromedia fjölskyldunni. Þessi lota var mjög gagnleg og áhugaverð en mér þótti verst að missa af hljóðvinnslunni því það litla sem ég sá var mjög spennandi. Nú er bara að bretta upp ermar og fara að vinna verkefnavinnuna. Ég er mjög feginn að ég skráði mig á fyrstu umsjónarlotuna í leshringnum hjá Sólveigu því ég er búinn að setja inn mitt innlegg og get einbeitt mér að þessu fram að helgi.
Bloggari: Ingólfur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli