23.1.03

Kynning


Komið þið sæl. Ég heiti Ingólfur Sigurðsson og starfa sem fagstjóri og kennari við bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í MK. Ég er fæddur 8. desember 1960, er giftur Birnu Bjarnadóttur viðskfr. og eigum við tvö börn, stúlku (f. ´88) og dreng (f. ´90). Ég lærði bakaraiðn í Álfheimabakaríi og útskrifaðist frá IR 1983. Meistararéttindi í bakstri 1985. Starfaði í greininni til 1996, þar af við rekstur á eigin bakaríi í 8 ár. Á þessum tíma starfaði ég mikið að ýmsum félagsmálum bakara og geri raunar enn. Má þar nefna stjórnarsetu í Landssambandi bakarameistara, stofnfélagi Klúbbs bakarameistara, prófdómari í sveinsprófsnefnd, sit nú í nemaleyfisnefnd, fagnefnd og fræðslunefnd bakara. Vorið 1996 ákvað ég að söðla um og tók að mér að byggja upp bakaradeild í hinum nýja Hótel- og matvælaskóla sem þá var verið að byggja í Kópavogi. Hóf svo kennslu þar um haustið. Uppeldis- og kennslufræði lauk ég frá KHÍ vorið 2000. Ég hef orðið var við að sumum af kollegum mínum í verknáminu finnst langsótt að innleiða tölvunotkun í verknámskennslu. Ég er því ósammála og tel mikla möguleika ónýtta þar. Síðastliðinn vetur gerði ég tilraun með að kenna fagfræði bakara að hluta til í gegnum WebCt og var mjög ánægður með árangurinn. Þess utan er ég spenntur fyrir námsefnisgerð á margmiðlunarformi auk þess sem ég hef áhuga á að bjóða nemendum á landsbyggðinni að ljúka bóklegum hluta námsins í fjarkennslu. Ég hef lokið nokkrum námskeiðum tengdum tölvunotkun s.s.: Dreifmennt, tölvustudd kennsla, Dreamwiever 1, Dreamwiever 2, WebCt 1, Director o.fl. Bestu kveðjur Ingólfur Sigurðsson is@mk.is
Bloggari: Ingólfur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli