16.1.03

Erum við, sem aðhyllumst upplýsingatækni í kennslu, sértrúarsöfnuður.

Í dag var síðasti dagur staðbundinnar lotu í KHÍ. Þar messaði yfir okkur dugmikið hugsjónafólk um UST eins og “tjona”, “sibba”, Salvör og fleiri. Áhugavert og vel fram sett efni um kennslufræði, hugbúnað og vélbúnað en meðan ég hlustaði velti ég fyrir mér þeim veruleika sem flest okkar búum við í vinnu okkar sem kennarar. Hversu hyldjúp gjá sem mér virðist vera á milli þeirrar framtíðarsýnar sem þetta fólk og sjálfsagt flest okkar viljum sjá og þess miðstýrða menntakerfis sem við búum við. Samræmd próf í grunnskólum og áform um samræmd próf í framhaldsskólum. Innra (og ytra) mat í skólum sem byggist eingöngu á megindlegum niðurstöðum. Hvernig er hægt að sætta þessi sjónarmið við hugtök eins og virkt, nemendamiðað samvinnunám meðan stjórnkerfi menntakerfisins virðist vera ofurselt prófafíkn. Svartsýnn maður hlýtur að búast við hörðum árekstri milli þessara tveggja ólíku póla í náinni framtíð. Ég ætla þó að vera bjartsýnn og vona að hægt og sígandi mýkist áherslur í ráðuneyti voru. Aldrei að vita nema einhver úr “söfnuðinum” verði einhvern tíma menntamálaráðherra og þá...............:-)
Bloggari: Ingólfur @ 1/16/2003 11:03:00 PM

Engin ummæli:

Skrifa ummæli