8.2.04

Ráðstefna í MK

Mikið búið að vera í gangi undanfarið og enginn tími fyrir bloggið. Mikil ráðstefna um tölvumál var haldin í MK síðastliðinn þriðjudag. Lára Stefánsdóttir (UST-gúrú) hefur verið ráðin bakhjarl kennara í fartölvumálum og verður án efa til að efla fartölvumál skólans. Undirritaður flutti erindi á ráðstefnunni udir yfirskriftinni "Fartölvur í verknámi - AF HVERJU EKKI?" Held það hafi tekist bara bærilega. Í heild lukkaðist þessi ráðstefna mjög vel, stóð allan daginn og skilaði að mínu mati heilmiklum árangri. Kennarar MK virtust ánægðir með framtakið og eru fullir áhuga eftir mikla niðursveiflu gagnvart UST og fartölvum á síðustu haustönn. Endalaus vandræði vegna vírusa og bilana í innra neti skólans ollu miklum pirringi meðal nemenda og kennara en allt hefur gengið mun betur nú á vorönninni.
Bloggari: Ingólfur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli