10.3.08

Stóri dagurinn

Vakinn af værum, draumlausum svefni kl. 6:20 til að fara í sturtu. Staulaðist hálf rykaður eftir svefntöfluna og sturtaði mig. Fór svo í þennan stórkostlega kyrtil sem er opinn að aftan og fór aftur inn á stofu. Hjúkka kom með svona stífa sjúkrasokka, ekki ósvipaða eins og ég hef verið að kaupa í Miðbæ á Háaleitisbrautinni og eiga að vera svo góðir fyrir flug og aðrar langferðir. þessir sokkar ná alveg upp í nára og eru sérstaklega SEXÝ! Mér skilst að ég eigi að bíða til kl. 8:00. Þá á ég víst að fá aðra svefntöfluf sem gerir mig sljóan meðan verið er að gera mig kláran fyrir uppskurðinn, rakstur og fleira þess háttar. Gleymdi alveg að biðja liðið að raka á mér bakið í leiðinni;-) Ég man samt eftir að Ian Tate, sá frábæri læknir og manneskja, kom til mín þar sem ég lá á skurðarborðinu og lýsti fyrir mér skurðinum. Hann sagðist skera frá bringubeininu beint niður að naflanum og þaðan í skálagðan vinkil til hægri. Oft vantaði meira pláss til að fletta líffærum við (hmmm.)og þá skæri hann sams konar vinkil til vinstri og þá væri komið nánast fullkomið Merzedec- logo. Ég sagði honum að þetta kæmi sér vel því ég væri Benz eigandi og hvort ég þyrfti nokkuð að að greiða aukalega fyrir að fá fullt logo. (Svona getur maður fíflast þótt ég væri algjörlega að detta í óminnisheiminn. Það síðasta sem ég heyrði Mr. Tate segja áður en ég sofnaði var, "no pay, it comes as a complementary "Enn og aftur er það fjölskyldan sem lætur tilfinningarnar og tárin flæða. Legg nú allt mitt traust á þessa frábæru lækna og hjúkrunarlið OG GUÐ.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli